Viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmálar Steypustöðvarinnar ehf.

Almennir skilmálar

  • Öll afgreidd vara er eign Steypustöðvarinnar ehf kt. 660707-0420 þar til fullnaðargreiðsla hefur átt sér stað. Ber viðskiptavinum því að fara vel með hinar afhentu vörur þangað til fullnaðargreiðsla hefur átt sér stað.
  • Steypustöðin ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara með hliðsjón af gengis- og verðlagsbreytingum á hverjum tíma.
  • Stöðug vöruþróun á sér stað hjá Steypustöðinni ehf. og áskilur fyrirtækið sér rétt til að gera breytingar á framleiðslunni fyrirvaralaust. Steypustöðin ehf. ábyrgist ekki að halda lager um allar framleiðsluvörur sínar.
  • Gerður er fyrirvari um prentvillur í skilmálum.
  • Tilboðsverð er miðað við staðgreiðslu og greiðir kaupandi 10% staðfestingargjald við samþykkt tilboðs.Tilboðið gildir í 4 vikur frá tilboðsdegi.
  • Viðskiptamönnum ber að senda Steypustöðinni ehf. tilkynningu um breytt heimilisfang ef svo ber við.
  • Steypustöðin ehf. áskilur sér rétt, verði vanskil á viðskiptareikningi viðskiptamanns, til að bakfæra alla áunna afslætti, þ.m.t. tilboðsafslætti, sem viðskiptamaður hefur fengið og hækka skuldbindingar hans við Steypustöðina ehf. um samsvarandi fjárhæð.
  • Steypustöðin ehf. áskilur sér rétt til að hafna viðskiptum ef svo ber undir.
  • Viðskiptaskilmálar þessir gilda um öll viðskipti Steypustöðvarinnar ehf. og ber viðskiptamönnum að kynna sér skilmálana áður en viðskipti eiga sér stað. Með því samþykkja viðskiptamenn viðskipti við Steypustöðina ehf. og gangast undir skilmála þess að öllu leyti.
  • Steypustöðin ehf. áskilur sér rétt til að breyta viðskiptaskilmálum án fyrirvara.

Grunnverð og greiðslukjör

  • Öll verð eru grunnverð í þessum viðskiptaskilmálum að viðbættum 25,5% virðisaukaskatti.
  • Afslættir, hvort sem um staðgreiðslu- eða magnafslátt er að ræða, dragast frá grunnverði án vsk.
  • Boðið er upp á raðgreiðslur Visa og Euro.
  • Umsóknir um reikningsviðskipti fylgja útlánareglum Steypustöðvarinnar ehf.

Ábyrgðir

  • Ábyrgð Steypustöðvarinnar ehf. á framleiðsluvörum hennar takmarkast við það að fyrirtækið afhendir nýja vöru frá verksmiðju í stað þeirrar sem verður að skipta um en tekur að öðru leyti ekki ábyrgð á kostnaði við viðgerð eða ábyrgð á afleiddu tjóni. Lögð er áhersla á að vara sé skoðuð við móttöku, þ.e. áður en hún er lögð og allir vankantar tilkynntir umsvifalaust til Steypustöðvarinnar ehf. Eftir að steypustöðin ehf. hefur afhent vörurnar á umsaminn afhendingarstað eftir beiðni viðskiptavinar þá ber Steypustöðin ehf. enga ábyrgð á því að vörunar verði fyrir tjóni eða valdi tjóni gagnvart þriðja aðila.
  • Útfellingar (úr sementinu og sandinum) geta átt sér stað á yfirborði steypuvöru.

 

Steypustöðin ehf. tekur ekki ábyrgð vegna þessa en útfellingarnar hafa engin skaðleg áhrif á vöruna.

 

  • Ábyrgð Steypustöðvarinnar á framleiðsluvörum hennar takmarkast við það að fyrirtækið afhendir nýja vöru frá verksmiðju í stað þeirrar sem verður að skipta um en tekur að öðru leyti ekki ábyrgð á kostnaði við viðgerð eða ábyrgð á afleiddu tjóni.

Litun á afurðum

  • Grunnverð miðast við ólitaða vöru.
  • Litamunur getur verið sjáanlegur á afurðum okkar sem skýrist af því að sama varan er framleidd í mismunandi lotum. Við mælum með því að viðskiptavinir blandi afurðum saman á staðnum þ.e.a.s. taka jafnt til skiptis af a.m.k. tveimur til þremur brettum til að tryggja jafnan lit. Steypustöðin ehf. tekur ekki ábyrgð á þeim litamun er kann að verða vegna þessa.

Afhending vöru

  • Fyrir hvert afhent vörubretti reiknast 1.418 kr. leigugjald. Er gjaldið endurgreitt þegar vörubretti er skilað til Steypustöðvarinnar ehf. að lokinni notkun. Endurgreiðsla er háð því að vörubretti sé í lagi við skil. Í öllum tilvikum þarf við vöruskil að framvísa sölureikningi eða sölureikningsnúmeri sem var afhent þegar vara var keypt.
  • Fyrir hvern afhentan stórsekk (poka) reiknast 2.754 kr. leigugjald. Er gjaldið endurgreitt þegar stórsekki er skilað til Steypustöðvarinnar ehf. að lokinni notkun. Endurgreiðsla er háð því að stórsekkur sé í lagi við skil. Í öllum tilvikum þarf við vöruskil  að framvísa sölureikningi eða sölureikningsnúmeri sem var afhent þegar vara var keypt.
  • Flutningur á afurðum út á landsbyggðina fer í gegnum flutningaaðila sem Steypustöðin ehf er í samstarfi við en vörur eru keyrðar til viðskiptavinar af hendi Steypustöðvarinnar ehf. reynist það hagstæðara.
  • Grunnverð á sérsteyptum afurðum innifelur ekki akstur nema um annað sé samið.
  • Vinsamlegast athugið að ökutæki Steypustöðvarinnar ehf. sem notuð eru við dreifingu á afurðum eru þung og plássfrek farartæki. Viðskiptavinir eru beðnir um að taka mið af því á afhendingarstað þegar afurðin er afhent. Steypustöðin ehf. ber enga ábyrgð á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma og valda því að ekki er hægt að afferma vörur við afhendingu.