Fréttir

Hönnunarmars

hönnunarmars

HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14. – 17. mars 2013. Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

HönnunarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Steypustöðin hefur aðstoðað tvo hönnuði sem taka þátt í Hönnunarmars þetta árið. Það eru þær Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og Rúna Thors, vöruhönnuður. Þær hönnuðu bekk sem ber nafnið klettur og er unnin úr hágæðaframleiðslu frá Steypustöðinni.  Hægt verður að skoða bekkinn á Hönnunarmars í Hörpu 14.-17.mars.

Þær Rúna og Hildur sögðu eftirfarandi í viðtali fyrir blað Steinsteypufélags Íslands.

Bekkurinn Klettur er fyrsta skref okkar í áframhaldandi þróun á möguleikum steypu í hönnun og arkitektúr hérlendis. Við sjáum steypuna fyrir okkur í smáum vörum jafnt sem stórum strúktúrum.

Other Posts

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>